Gúllas-súpa

Fyrir 4.

Efni:

400 gr magurt nautakjöt skorið í litla teninga
40 gr beikonsneiðar
2 tsk olía
2-3 laukar (ca 250 gr)
1 dós tómatar – grófhakkaðir
1,5 líter vatn
3 hvítlauksrif
2 tsk paprikukrydd
0,5 tsk sætt chili
¼ hluti af sellerístilk (ca 200 gr)
6 kartöflur (350 gr)
2 rauðar eða gular paprikur

Aðferð:

  1. Nautakjöt og beikon léttsteikt í olíu í potti
  2. Lauknum bætt við og steikt aðeins áfram
  3. Tómatar og vatn sett saman við
  4. Kryddað með mörðum hvítlauk, paprikukryddi, chili, salti og pipar og soðið í 1 klst.
  5. Sellerí og kartöflur flysjað og skorið í teninga, paprikur hreinsaðar og skornar í teninga. Öllu þessu er bætt út í súpuna og soðið áfram í 10-15 mínútur.

Súpan er borin fram með grófu brauði.

gullassupa1