Frönsk fiskisúpa

Fyrir fjóra.

Efni:

200 gr þorskflök
200 gr rækjur
2 blaðlaukar (200g)
Fennikel (ca 150g)
2-3 selleri-stilkar (ca 100g)
2 tsk olía
2 dl þurrt hvítvín
1,5 l fisksoð
4 kartöflur (ca 250 g)
4 flysjaða tómata (má vera úr dós)
1-2 hvítlauksrif
¼ tsk safran
1 matsk. ferskt timian
½ tsk rifinn appelsínubörkur

Salt og pipar

Aðferð:

  1. Blaðlaukur skolaður vel og skorinn í þunna hringi, fennikel skorið í teninga og sellerí skorið í þunna strimla
  2. Grænmetið léttsteikt í olíu.
  3. Hvítvíni og fisksoði hellt yfir.
  4. Kartöflur og tómatar skorið í teninga og bætt út í.
  5. Kryddað með hvítlauk, safran, timian, appelsínuberki, salti og pipar.
  6. Súpan látin krauma í um 15 mínútur.
  7. Þorskflökum og rækjum bætt út í og soðið áfram í 3-5 mínútur.
  8. Bragðbætt með salti og pipar eftir þörfum

fiskisupa