Stuðningsnet sjúklingafélaga

frida • Jan 18, 2018

Stuðningsnet sjúklingafélaganna er nýr vettvangur fyrir jafningjastuðning fyrir þá sem hafa greinst með sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Að Stuðningsnetinu standa fjórtán hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi og fleiri eru væntanleg til samstarfsins.

 

Stuðningsnetið styðst við aðlagað vinnuferli og námsefni frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með kabbamein og aðstandendur þeirra. Opnaður hefur verið vefur og haldin þrjú námskeiði sem um 30 stuðningsfulltrúar frá ólíkum félögum hafa sótt. Opið er fyrir ný sjúklingafélög að koma að Stuðningsnetinu hvenær sem er.

 

Stuðningsfulltrúar geta þeir orðið sem sjálfir greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Stuðningsfulltrúar skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fá þjálfun í að veita stuðning. Starfsmenn Stuðningsnetsins halda svo utan um endurgjöf og eftirfylgd með hverju stuðningsverkefni, og stuðningsfulltrúar hljóta viðeigandi handleiðslu og símenntun.

 

Stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:00 í Hásal Setursins, Hátúni 10b Reykjavík (vesturendi) og mun Birgir Jakobsson landlæknir flytja opnunarávarp.

 

Formleg starfsemi Stuðningsnetsins hefst strax að loknum stofnfundi og gefst þá almenningi kostur á að nýta sér þjónustu Stuðningsnetsins gegnum vef þess studningsnet.is.

 

Nánari upplýsingar veitir undirrituð fyrir hönd stofnaðila

 

 

Stefanía Kristinsdóttir

Kynningar- og fræðslustjóri | Information & Education Manager

Beint/direct: +354 560 4805 | GSM: +354 891 6677

stefania@sibs.is Stuðningsnet

 

The post Stuðningsnet sjúklingafélaga appeared first on diabetes.

09 Jan, 2023
This is a subtitle for your new post
By frida 11 Oct, 2022
Hugmyndafundur ungs fólks fer fram á Grand Hotel laugardaginn 5. nóvember nk. frá kl. 12:00 til 15:00.   Fyrir hverja? Fötluð börn, þ.m.t. börn með ADHD, einhverfu, gigt og sykursýki... The post Hugmyndafundur ungs fólks appeared first on diabetes.
By frida 11 Oct, 2022
Hugmyndafundur ungs fólks fer fram á Grand Hotel laugardaginn 5. nóvember nk. frá kl. 12:00 til 15:00.   Fyrir hverja? Fötluð börn, þ.m.t. börn með ADHD, einhverfu, gigt og sykursýki... The post Hugmyndafundur ungs fólks appeared first on diabetes.
By frida 11 Oct, 2022
Kærar þakkir til ykkar sem gátuð mætt á umferðarþingið um daginn. Fyrir þau ykkar sem gátuð ekki mætt voru erindin tekin upp og eru nú komin á netið ásamt þeim... The post Auglýsing frá Samgöngustofu appeared first on diabetes.
By frida 11 Oct, 2022
Kærar þakkir til ykkar sem gátuð mætt á umferðarþingið um daginn. Fyrir þau ykkar sem gátuð ekki mætt voru erindin tekin upp og eru nú komin á netið ásamt þeim... The post Auglýsing frá Samgöngustofu appeared first on diabetes.
By frida 27 Sep, 2022
skrifstofa félagsins verður lokuð fimmtudaginn 29.september vegna sumarleyfis The post Skrifstofan lokuð fimmtudaginn 29.sept appeared first on diabetes.
By frida 27 Sep, 2022
skrifstofa félagsins verður lokuð fimmtudaginn 29.september vegna sumarleyfis The post Skrifstofan lokuð fimmtudaginn 29.sept appeared first on diabetes.
By frida 20 Sep, 2022
ÖBÍ slær nýjan tón   ÖBÍ réttindasamtök eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Í yfir sextíu ár hafa samtökin barist fyrir samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar njóta... The post ÖBÍ réttindasamtök – ný ásýnd appeared first on diabetes.
By frida 20 Sep, 2022
ÖBÍ slær nýjan tón   ÖBÍ réttindasamtök eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Í yfir sextíu ár hafa samtökin barist fyrir samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar njóta... The post ÖBÍ réttindasamtök – ný ásýnd appeared first on diabetes.
By frida 20 Sep, 2022
SÍBS kynnir nýtt verkefni sem fengið hefur heitið Heilsumolar. Heilsumolar eru örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan og eiga erindi... The post Heilsumolar SÍBS appeared first on diabetes.
More Posts
Share by: