Blóðsykurmælingar á Akureyri

By November 19, 2013 September 2nd, 2016 Fréttir

Baráttan við sykursýki hefur lengi verið eitt af baráttumálum Lionshreyfingarinnar. Í tengslum við Alþjóðadag sykursjúkra og í samvinnu við Samtök sykursjúkra mun Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri bjóða upp á fríar blóðsykursmælingar á Glerártorgi fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 16:00 til 18:30. Ennfremur mun klúbburinn bjóða upp á fræðslufund um sykursýki í Lionssalnum, Skipagötu 14, 4. hæð, klukkan 20:00 til 21:00 fimmtudagskvöldið 21. nóvember. Þar mun Ingvar Teitsson læknir halda erindi um sykursýki og svara fyrirspurnum auk þess sem boðið verður upp á fríar blóðsykursmælingar á staðnum. Við skorum á sem flesta að mæta! Lionsklúbburinn Hængur Akureyri