Skip to main content
Tryggja.is hafði samband við okkur og vildi koma sinni þjónustu á framfæri við félagsmenn.
Við hjá Tryggja bjóðum upp á Vernda heilsutryggingu sem er hönnuð af Tryggja og er vátryggð hjá Lloyd’s Insurance Company.
Tryggingin inniheldur m.a. sjúkdóma-, örorku- og slysatryggingu, og þurfa einstaklingar yngri en 46 ára ekki að fara í gegnum áhættumat.
Hafi vátryggingataki undirliggjandi sjúkdóm líkt og sykursýki, þá er aðeins sykursýkin undanskilin, en allir aðrir sjúkdómar eru þá tryggðir (krabbamein, hjartaáfall og taugasjúkdómar osfrv.) Það eru 16 sjúkdómar tryggðir inn í vörunni.
Í flestum tilfellum hjá öðrum tryggingafélögum hafa umsækjendur með sjúkdóma eins og sykursýki eða vefjagigt, lent í að umsóknum þeirra hafi verið vísað frá.
Það er áríðandi að vera með heilsutryggingar til að tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar ef áföll eins og sjúkdómar herja á.
Við hjá Tryggja, höfum þegar tryggt aðila sem eru með sykursýki og eru þeir í dag tryggðir fyrir öllum helstu áföllum, en sykursýkin er undanskilin.
Vernda Heilsutryggingin er einnig í jafnaðariðgjaldi og í krónum, og eru allar vátryggingafjárhæðir einnig í krónum.
Ef að það er einhver sem vill kynningu á þessari vöru hjá okkur, þá er hægt að senda mér tölvupóst á kristjan@tryggja.is með nafni, kennitölu og símanúmeri, og hef ég samband og kynni vöruna.