Göngudeild Sykursjúkra

  • Staðsetning: 3. hæð í G-álmu Landspítalanum í Fossvogi.
  • Sími: 543-6331
  • Heimasíða: www.lsh.is/sykursyki
  • Opnunartími: Alla virka daga kl. 8:00-16:00
  • Símsvörun: kl. 10:00-14:00

landspitali

Heimasíða deildarinnar: www.lsh.is/sykursyki og á síðunni er hægt að panta tíma hjá lækni, hjá fótaaðgerðafræðingi, hjá næringarráðgjafa og hjá félagsráðgjafa og einnig hægt að biðja um endurnýjun lyfseðla og fleira.

Æskilegt er að fólk noti sér heimasíðuna til tímapantana og til að koma skilaboðum á framfæri þar sem símkerfi spítalans annar oft á tíðum ekki álaginu.

Opnunartími er alla virka daga kl. 8:00-16:00 og símsvörun kl. 10:00-14:00.

Um göngudeild sykursjúkra

Göngudeild sykursjúkra Landspítala hefur verið starfandi síðan 1974 á Landspítalanum. Í janúar 2006 flutti göngudeildin yfir á Landspítalann í Fossvogi.

Þarna eru til staðar læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingur, félagsráðgjafi og fótaaðgerðarfræðingur ásamt skrifstofustjóra deildarinnar, sem heldur utan um starfsemina.

Sjúklingakomur eru um 5.000 á ári. Fyrsta skoðun er alltaf eftir tilvísun frá lækni.