Göngudeild Sykursjúkra

  • Staðsetning: 1.hæð á Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
  • Sími: 543-6331
  • Heimasíða: www.lsh.is/sykursyki
  • Opnunartími: Alla virka daga kl. 8:00-16:00
  • Símsvörun: kl. 10:00-14:00

landspitali

Á deildinni er hægt að fá tíma hjá lækni, hjá fótaaðgerðafræðingi, hjá næringarráðgjafa og hjá félagsráðgjafa og einnig hægt að biðja um endurnýjun lyfseðla og fleira.

Utan opnunartíma er hægt að hafa samband í síma 543 1000 ef erindið getur ekki beðið. Við minnum á að best er að hafa samband við göngudeildina í gegnum Heilsuveru. Utan dagvinnutíma (16:00-08:00) er mögulegt að ná í vakthafandi innkirtlalækni gegnum skiptiborð Landspítalans 543 1000. Í neyð: Bráðamóttakan í Fossvogi eða Neyðarlínan 112.

Allar beiðnir um tímabókanir, lyfjaendurnýjanir og skilaboð hafa nú verið flutt í heilsuveru og í síma 543-1000. Ekki verður því hægt að bóka tíma, endurnýja lyfseðla og senda skilaboð í gegnum heimasíðu innkirtladeildar.

Allir landsmenn hafa aðgang að Heilsuveru en þurfa að vera með rafræn skilríki.

Allar frekari upplýsingar má finna á:

Opnunartími er alla virka daga kl. 8:00-16:00 og símsvörun kl. 10:00-14:00.

Um göngudeild sykursjúkra

Göngudeild sykursjúkra Landspítala hefur verið starfandi síðan 1974 á Landspítalanum. Í janúar 2006 flutti göngudeildin yfir á Landspítalann í Fossvogi og svo fyrri hluta árs 2020 á Eiríksgötuna.

Þarna eru til staðar læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingur, félagsráðgjafi og fótaaðgerðarfræðingur ásamt skrifstofustjóra deildarinnar, sem heldur utan um starfsemina.

Sjúklingakomur eru um 5.000 á ári. Fyrsta skoðun er alltaf eftir tilvísun frá lækni.