Pizza Marguerita

Þetta er auðveld uppskrift, sem ætluð er fyrir 4 til 6. Munið þó eftir að gera deigið deginum áður, þar sem það þarf langan tíma til að lyfta sér.

Efni í deig:

10 g ger
2,5 dl kalt vatn
1 tsk gróft salt
1 msk olía
40 g grahamsmjöl (ca ¾ dl)
400 g hveiti (ca 6,5 dl)
½ dl durumhveiti (má nota annað mjöl í staðinn)
Sjá einnig neðar.

Efni í fyllingu:

2 dósir grófhakkaðir tómatar með basilikum og oregano.
2-4 msk þurrkað oregano að auki.
175 g mozzarella 30+
Fersk basilikumlauf, ef vill.

Aðferð:

  1. Gerið hrært út í köldu vatninu
  2. Grófu salti og olíu hrært saman við.
  3. Grahamsmjöli og hveiti bætt smátt og smátt út í, þar til deigið er mátulega þykkt.
  4. Hnoðað vel
  5. Stykki breitt yfir og deigið látið lyfta sér í 10 tíma í kæli.
  6. Deigið tekið úr kæli og hnoðað létt með durumhveiti, eða öðru mjöli.
  7. Skipt í tvo hluta, hver hluti flattur út í kringlótta plötu.
  8. Fyllingin sett á báðar pizzurnar.
  9. Bakað á neðstu rim við 275 g í 10 mínútur.
  10. Borið fram nýbakað, skreytt með basilikumlaufum ef vill.

Durummjöl:

Þetta er mikið notað í pizzur og pastarétti, það er til í heilsubúðum, blanda af durummjöli og hveiti, sem má nota, ef fólk vill prófa þetta.

margueritapizza