Epla- og sveskjuábætir

Uppskriftin er miðuð við 4.

Efni:

3-4 epli (ca 350 gr)
5 steinlausar sveskjur (ca. 40 gr)
½ dl vatn
2 tsk sítrónusaft
Örlítið sætuefni má sleppa
1 dl haframjöl (ca 30 gr)
4 valhnetur

Í skreytingu er notað valhnetur og ½ dl. rjómi

Aðferð:

  1. Flysjið eplin og fjarlægið kjarna og stilki.
  2. Skerið eplin í litla teninga.
  3. Sjóðið eplin í vatni og sítrónusafa, þar til þau verða “mjúk”.
  4. Skerið sveskjurnar í strimla, bætið þeim útí og sjóðið áfram í ca. 5 mín.
  5. Setjið örlítið sætuefni (t.d. hermesetas eða annað) útí ef eplin eru of súr.
  6. Kælið eplamaukið.
  7. Ristið haframjölið á þurri heitri pönnu, þar til það fær gullna áferð.
  8. Hakkið eða saxið valhneturnar gróft og blandið þeim saman við haframjölið.
  9. Skiptið helmingnum af eplamaukinu í 4 dessertglös, stráið mjölinu yfir og setjið hinn helming eplamauksins þar yfir.
  10. Skreytt með þeyttum rjóma og ½ til 1 valhnetu á hvern skammt.

epli