Eplabrauð

Eplabrauð – Má ekki frysta.

4 sn. Franskbrauð eða grófara, þarf ekki að vera alveg nýtt.
Sólblóma
2 epli
8-10 heslihnetur
2 tsk sykur

Aðferð:

  1. Brauðsneiðarnar smurðar með þunnu lagi af Sólblóma
  2. Eplin skorin í báta, sem eru skornir í sneiðar og dreift yfir brauðið.
  3. Hneturnar grófhakkaðar og dreift yfir ásamt sykrinum.
  4. Bakað í ofni við 225 gr í 10 mín.

epli