Farsbrauð með sveppum og einiberjum

Fyrir 2

Efni:

20 gr beikonstrimlar
125 gr sveppir
250 gr hökkuð skinka (hámark 12% fita)
½ dl haframjöl
½ dl mjólk
3 pressuð einiber
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Beikonstrimlarnir steiktir á þurri heitri pönnu
  2. Sveppir grófskornir og settir með á pönnuna, hrært saman og kælt
  3. Skinkuhakk, haframjöl, mjólk og einiber hrært saman, kryddað með salti og pipar og beikon/sveppa-blandan hrærð saman við.
  4. Farsið mótað í aflangt brauð og lagt í smurt ofnfast mót.
  5. Bakað á neðstu rim í 200°heitum ofni í um hálftíma.

Borið fram með kartöflum (t.d. Hasselbackkartöflum) og broccoli.

Ath. Í staðinn fyrir beikon má nota hamborgarhrygg skorinn í litla teninga, eða fínskorinn reyktan nautahryggvöðva, þá er kjötið ekki steikt, heldur sett strax saman við hakkið.

Uppskriftin er þýdd úr “God mad til små gryder” sem gefin er út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku

einiber