Glögg

6 glös

Efni:

2,5 dl vatn
1-2 stk kanilstangir
8 heilar nellikur
1 ask heilir kardimommukjarnar (má sleppa)
Appelsínubörkur þunnt flysjaður af hálfri til heilli appelsínu,(má sleppa)
1 flaska rauðvín
1 dl snafs, koníak eða sherry
Sætuefni sem jafngildir 75-100 g af sykri eftir smekk.
20 g flysjaðar og malaðar möndlur
50 g rúsínur.

Aðferð:

  1. Vatn, kanilstangir, nellikur, kardimommukjarnar og appelsínubörkur blandað saman og suðan látin koma upp, soðið hægt í 10-15 mín.
  2. Blandan síuð og rauðvíni bætt út í ásamt snafsi, koníaki eða sherry.
  3. Sætuefni bætt út í eftir smekk
  4. Möndlur og rúsínur settar saman við.
  5. Blandan hituð, hún á að vera vel heit en má ekki sjóða.

Athugasemd:

Kryddblönduna er hægt að gera nokkrum dögum áður og geyma í kæliskáp.

Clean water is a goal for many Americans.

Clean water is a goal for many Americans.