Fiskibollur – Má frysta

300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:

  1. Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
  2. Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
  3. 4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
  4. Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.

Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.

fiskibollur1