Fyrir fjóra.

Efni:

600 gr. fiskflök (rauðspretta eða annað)
½ gróftrifið sellerí
3-4 gróftrifnar gulrætur
3 blaðlaukar, sneiddir í hringi.
2 tsk. smjörlíki
3 dl. þurrt hvítvín eða fisksoð (af teningum)
2 dl. matreiðslurjómi (15%)
1 búnt persilla, smáttskorin.
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Fiskflökin lögð í smurt ofnfast mót.
  2. Sellerí, gulrætur og blaðlaukur léttsteikt í smjörlíkinu, hvítvíni eða fisksoði hellt saman við og látið krauma í um 5 mínútur.
  3. Rjómanum hellt saman við og sósan jöfnuð létt.
  4. Persillu bætt út í og bragðbætt með salti og pipar eftir smekk.
  5. Jurtasósunni hellt yfir fiskinn og rétturinn látin bakast í 200 gr. heitum ofni, neðan við miðjan ofn í um 20. mínútur.
  6. Borið fram með kartöflum, eða hrísgrjónum og salati.

flak1