Fyrir fjóra.

Undirbúningstími: 30 mínútur.
Bökunartími: 25 mínútur.
Má frysta.

400 gr rauðspretta, þorskur eða ýsa
0,5 tsk salt
pipar eftir smekk
1 laukur
1 feitur hvítlaukur
1 msk rapsolía
hálf dós hakkaðir tómatar
0,5 tsk oregano
0,5 tsk basilikum
Hvít sósa:
2 dl léttmjólk
l,5 msk hveiti
hálfur fiskikraftsteningur
l dl rifin ostur l7%.

Aðferð:

Hitið ofninn í 225 gráður.
Fiskurinn lagður í ofnfast fat og salti og pipar stráð yfir. Laukur og hvítlaukur flysjaðir og hakkaðir eða smátt skornir. Léttsteiktir í olíunni, tómötum bætt út í og kryddi, þetta er látið malla í um l0 mínútur.
Hveiti og kaldri mjólk er þeytt saman, fiskteningurinn settur saman við og suðan látin koma upp, soðið
Í nokkrar mínútur.
Tómatsósan sett yfir fiskinn og hvíta sósan þar yfir. Rifnum osti er að lokum stráð yfir og fiskurinn er bakaður í um 25 mínútur.
Borið fram með soðnum hrísgrjónum og hrásalati.

gratin1