Uppskriftin er miðuð við 2.

Efni:

3-4 fiskflök (eftir eigin vali) ca 200 gr.
½ laukur
½ blómkál ca 150 gr.
150 grænar baunir (í belgjum)
1 tsk. olía
1 dl. hvítvín
2 dl. fisksoð (víninu má sleppa og nota aðeins meira fisksoð og setja sítrónusafa eftir smekk)
2 matsk maísþykkni (stivelse)
½ dl matreiðslurjómi eða mjólk.
150 gr rækjur
½ búnt dill
salt og pipar

Aðferð:

 1. Salti stráð yfir fiskflökin
 2. Laukurinn flysjaður og skorinn smátt
 3. Blómkálinu skipt í litlar greinar
 4. Baunabelgir skornir í ca 3ja cm langar sneiðar
 5. Laukurinn aðeins hitaður í olíunni, á ekki að fá lit.
 6. Blómkál, baunir, hvítvín og fisksoðið sett útí og látið sjóða í um 3 mín, á ekki að verða meyrt.
 7. Grænmetið fært upp, maísþykknið hrært út í rjómanum og hrært saman við soðið. Sósan á að vera nokkuð þykk, vegna vökvans sem kemur úr fiskinum.
 8. Sósan á að sjóða vel, síðan er dilli bætt útí og bragðbætt með salti og pipar.
 9. Grænmetið og rækjur sett í sósuna.
 10. Fiskurinn skorinn í um 5 cm stykki og sett ofan á.
 11. Lok sett yfir og látið soðna í um 10 mínútur.
 12. Borið fram með kartöflum eða grófu brauði

laukur1