Lax með sveppasósu

Fyrir 8

Efni í sósuna:

600 gr sveppir (má vera blanda af ýmsum sveppategundum)
2 laukar (um 200 gr)
100 gr valhnetur
10 sólþurrkaðir tómatar
150 gr magurt beikon
1 tsk fita
2 feitir hvítlaukar
1,5 tsk fínrifinn ferskur engifer
0,5 l mjólk
0,25 l rjómi (nota matarrjómann, sem er fituminnstur)
salt og pipar
250 g sykurbaunir

Fiskurinn:

8 laxaflök (1 kg)
1 sítróna
1,5 tsk þurrkað timian
salt og pipar 2 tsk fita

Aðferð sósa:

 1. Sveppirnir hakkaðir gróft, laukarnir flysjaðir og fínhakkaðir, valhneturnar hakkaðar gróft og sólþurrkuðu tómatarnir skornir í litla bita.
 2. Beikonið skorið í litla bita, sem eru síðan aðeins ristaðir í potti og teknir upp aftur.
 3. Fitan hituð og laukarnir hitaðir, án þess að taka lit. Sveppirnir steiktir, tómatar, beikon og valhnetur sett saman við.
 4. Hvítlaukarnir pressaðir og settir út í pottinn, síðan engifer.
 5. Mjólk og rjóma bætt við.
 6. Má þykkja sósuna, ef vill.
 7. Sósan hituð vel og bragðbætt með salti og pipar.
 8. Sykurbaunirnar eru settar útí rétt áður en borið er fram og hitað aðeins upp.

Fiskur:

 1. Sítrónan pressuð og safanum hellt yfir laxaflökin.
 2. Kryddað með timian, salti og pipar.
 3. Laxaflökin eru steikt í 2-4 mínútur á hvorri hlið, þar til fiskurinn er meyr.

Framreiðsla:

Lax með sveppasósu er borinn fram með fersku pasta og salati. Uppskriftin er þýdd úr bókinni “Fisk – let og godt”, sem gefin er út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku.

Samkvæmt bókinni er innihald pr. mann eftirfarandi:

Orka 1875 kJ
Kolvetni 6 g
Fita 27 g.

Þess ber þó að geta að hægt er að fá 9% rjóma í Danmörku og er innihaldslýsingin miðuð við það.

sveppir2