Fyrir fjóra.

Efni:

4 laxasteikur (ca 100 gr stykkið)
salt
pipar
1 matsk ólífuolía
1 feitur hvítlaukur
10 gr soðið krabbakjöt t.d. í dós
1 lítið glas ólífur
1 dl hvítvín
1 dl vatn
1-2 matsk hveiti

Til skreytingar:

1 sítróna
1 búnt steinselja.

Aðferð:

  1. Salti og pipar stráð yfir laxastykkin og þau brúnuð í olíunni.
  2. Hvítlaukurinn þunnt sneiddur brúnaður með.
  3. Krabbakjöt, ólífur, hvítvín og vatn sett saman við og allt er steikt við lágan hita í ca 12 mínútur, eða þar til laxinn er gegnsteiktur.
  4. Laxastykkin tekin upp úr og sósan jöfnuð með hveitihristing.
  5. Sítrónan hreinsuð og skorin í báta, steinseljan hreinsuð og söxuð smátt.
  6. Fiskurinn er skreyttur með sítrónubátum og steinselju.
  7. Borið fram með brauði eða kartöflum.

Uppskriftin sem er portúgölsk, er frá bókinni “Sund og spændende mad fra mange lande”, gefin út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku. Samkvæmt þeirra upplýsingum inniheldur þessi réttur (f.u. meðlæti) 4 gr kolvetni, 17 g fitu, 1250 kj orku.

salmonsteak1