Fyrir 4

Efni:

10 kartöflur (ca. 750 gr.)
1 pastinak (ca 200 gr.)
1 dl. mjólk
Salt
1 laukur (ca. 100 gr.)
1 blaðlaukur (ca. 125 gr.)
2 rauðrófur (ca. 225 gr.)
2 gulrætur (ca. 150 gr.)
1 msk olía (eða önnur fita)
1 tsk þurrkað timian
400 gr lúðuflak
½ tsk karrý eftir smekk
1 spsk rasp
Salt og pipar

Aðferð:

Kartöflustappa

 1. Kartöflur og pastinak flysjað og skorið smátt.
 2. Soðið í vatni án salts í um 15. mín, þar til það er orðið meyrt.
 3. 1 dl. af soðinu geymdur, hinu hellt.
 4. Þessu er síðan hrært vel saman með handþeytara (helst), soði og mjólk hrært saman við.
 5. Bragðbætt með salti og sett í smurt ofnfast mót.

Lúða og grænmeti

 1. Laukurinn flysjaður og skorinn í þunna hringi.
 2. Blaðlaukurinn hreinsaður og skorinn smátt.
 3. Rauðrófur og gulrætur flysjaðar og grófrifnar.
 4. Grænmetið er síðan léttsteikt í olíu, timian, salti og pipar bætt útí eftir smekk.
 5. Grænmetisblandan sett ofan á kartöflustöppuna.
 6. Lúðan skorin í 4 stykki, sem er sett ofan á grænmetið og kryddað með karrý, salti og pipar.
 7. Raspi dreift yfir.
 8. Bakað í ofni í um 40 mín. við 200°C á næstneðstu rim, þar til fiskurinn er gegnbakaður.

Borið fram með salati og brauði ef vill.

Athugið: 

Í staðinn fyrir pastinak má nota steinseljurót.
Grænmetið getur verið breytilegt eftir árstíma.
Magur fiskur, t.d. þorskur hentar einnig vel, þá minnkar
Fituinnihaldið í 6g og orka verður þá ca 1700 kJ pr. Mann
Innihald pr mann miðað við óbreytta uppskrift:

Orka 2150 kJ
Kolvetni 34 g
Fita 21 g

Uppskriftin er þýdd úr bókinni “Fisk – let og godt”, sem gefin er út af Samtöku sykursjúkra í Danmörku.

luda1