Fyrir fjóra

Efni:

4 laxasneiðar (ca 125 g hver)
2 laukar
2 feitir hvítlaukar
1 búnt steinselja
2-3 lárviðarlauf
5 tómatar
Safi úr ½ sítrónu
2 tsk oregano
5 dl fisksoð
1 dl þurrt hvítvín (má sleppa)
1 tsk olífuolía

Aðferð:

  1. Ofnfast mót er penslað með olífuolíu og laxastykkin lögð í
  2. Laukarnir og hvítlaukarnir, flysjaðir og smáskornir.
  3. Lauk, hvítlauk, steinselju og lárviðarlaufi dreift yfir fiskinn.
  4. Soðið upp á tómötunum, þeir flysjaðir og smátt skornir og dreift yfir fiskinn.
  5. Sítrónusafi, oregano, fisksoð og hvítvíni (ef vill) blandað saman og hellt varlega yfir fiskinn, þannig að fyllingin haldist ofan á fiskinum.
  6. Rétturinn bakaður á neðstu rim í 200° heitum ofni í 30 mínútur.
  7. Laxinn á að fá gullna áferð.

Borið fram með soðnum hrísgrjónum, brauði og miklu grænmeti.

Uppskriftin er þýdd úr danskri uppskrift frá bókinni “Mad fra mange lande” sem gefin er út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku

ofnbakadur_lax1