Fyrir 4

Efni:

400 gr lúðuflök eða önnur fiskflök, t.d. þorskflök
2 msk grænt pestó eða tómatpestó
2 msk rasp
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Lúðuflökin skorin í fjögur stykki og lögð í smurt ofnfast mót
  2. Grænu pestó og raspi blandað saman og dreift yfir fiskinn.
  3. Salti og pipar stráð yfir.
  4. Bakað í miðjum 200° heitum ofni í 20 mínútur.

Borið fram með hrásalati og kartöflum.

Uppskriftin er þýdd úr bókinni “Fisk-let og godt” sem gefin er út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku.

luda1