Fyrir 4.

Efni:

800 gr. saltfiskur
2 msk hveiti
2 msk olífuolía
4 vel þroskaðir tómatar eða 1 dós af tómötum (400 g)
1 feitur hvítlaukur
1 laukur (50 g)
1 dl. rauðvín
1-2 msk oregano þurrkað
pipar
100 gr. reykt nautakjöt í sneiðum.

Aðferð:

  1. Saltfiskurinn útvatnaður (ef þarf) í þrjá daga. Skipta þarf um vatn minnst tvisvar á dag. Látið standa á köldum stað.
  2. Fiskurinn úrbeinaður (helst með töng) og skorinn í fjögur stykki.
  3. Fiskstykkjunum velt upp úr hveiti og steikt í olíu í um 3 mínútur á hvorri hlið. Það þarf að snúa þeim oft svo að þau brenni ekki við.
  4. Hvítlaukur og laukur flysjaðir og skornir smátt (hakkaðir).
  5. Tómatar, hvítlaukur, laukur, rauðvín og oregano soðið niður í sósu við hægan hita í um 15 mínútur.
  6. Sósan sett fyrst á disk og fiskurinn ofan á.
  7. Nautakjötsneiðarnar grillaðar á pönnu og settar ofan á fiskinn

Borið fram með ofnbökuðum kartöflum krydduðum með oregano, soðnum baunum og sítrónubátum ef vill.
Þessi uppskrift er fengin úr bókinni “Sund og spændende mad fra mange lande” gefin út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku.
Samkvæmt upplýsingum þar inniheldur hver skammtur (m.v. 4) 2g kolvetni, 10g fitu og orku ca.1575kj.

saltfiskur1