Fyrir 4.

Efni:

2 stórir silungar (eða 4 litlir alls um 800 g)
Dill og steinseljuknippi klippt smátt og blandað saman
Salt
1,5 dl hvítvín eða soð af fiskteningum

Aðferð:

  1. Silungarnir kryddaðir með salti og fylltir með kryddjurtablöndunni.
  2. Lagðir í ofnfast fat, hvítvíni eða fisksoði hellt yfir
  3. Bakað á neðstu rim í 20 gr. heitum ofni í 20 mínútur, eða þar til fiskurinn er þéttur og gegnumbakaður.
  4. Soðinu hellt varlega í pott og látið sjóða.
  5. Soðið jafnað (ekki haft mjög þykkt) og fínklippt dill sett útí.

Borið fram með soðnum kartöflum og grænmeti, t.d. blómkáli og gulrótum.

silungur22