Bragðmikill kjúklingur

Uppskriftin er miðuð við fjóra.

Efni:

4 kjúklingabringur
1 msk. Ólífuolía
salt og chilipipar
2 rauðlaukar
2 hvítlauksrif
1 gul paprika
1 rauð paprika
2 blaðlaukar (púrrur)
1 knippi persilla
½ dl. hvítvín eða annað t.d. sítrónusafi blandað með vatni.

Aðferð:

  1. Kjúklingabringurnar þerraðar og snöggsteiktar beggja megin í olífuolíunni.
  2. Kryddað með salti og pipar.
  3. Bringurnar lagðar í ofnfast fat.
  4. Rauðlaukurinn flysjaður og skorinn í þunna hringi, paprikan skorin í þunna strimla. Blaðlaukurinn hreinsaður og skorinn í þunna hringi, Hvítlaukurinn flysjaður og hakkaður.
  5. Persillan hreinsuð og skorin smátt.
  6. Öllu blandað saman og léttsteikt á pönnu, síðan hellt yfir kjúklingabringurnar, hvítvíni hellt yfir.
  7. Bakað í ofni við 225° hita í 20 mínútur, á neðstu rim.

Borið fram með grænmetissalati, og hrísgrjónum eða grófu brauði eftir smekk.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA