Fljótlegur nautakjötspottréttur

Athugið að uppskriftin er miðuð við 2.

Efni:

200 gr nauthakk (ekki meira en 12% feitt)
2 tsk matarolía
1 laukur (60gr ca.)
Fínskorið hvítkál ca 150 gr.
Hálft fennikkel (ca 100 gr.)
4-6 sólþurrkaðir tómatar
2 dl vatn
1 tsk milt paprikukrydd
salt og pipar

Aðferð:

  1. Snöggsteikið kjötið í olíunni
  2. Flysjið laukinn og skerið smátt.
  3. Hvítkál og fennikkel skorið smátt
  4. Laukur, hvítkál og fennikkel steikt með kjötinu
  5. Tómatarnir skornir í strimla og settir út í.
  6. Vatni bætt við og kryddað með papriku, salti og pipar.
  7. Rétturinn látinn sjóða við hægan hita í 15 mín.

Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum, gott er að strá persillu yfir.

beef-stew