Grískur farsréttur fyrir fjóra

Undirbúningstími: 40. mínútur.
Má frysta.

400 gr. hakkað lambakjöt
3 msk rasp
1,5 dl vatn
1 egg
pipar eftir smekk.

Fylling:

100 g fetaostur
1 tsk timian
1,5 dl steinselja söxuð smátt
sojasósa
um 300 g kúrbítur eða agúrka.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200 gráður
Raspið er lagt í bleyti í vatninu í 10 mínútur. Það er síðan hrært saman við hakkið ásamt eggi og pipar þar til það verður eins og fars. Farsið er síðan mótað í tvær litlar lengjur (eins og tvö lítil brauð), lagt í smurt ofnfast mót.
Fetaosturinn er mulinn saman við timian og steinselju.
Ein rauf er skorin í hvort farsbrauð og þær fylltar með ostablöndunni.
Farsbrauðin pensluð með sojasósunni og bökuð í u.þ.b. 25 mín.
Eftir 10 mínútur er fatið tekið út og í það eru settar sneiðar af kúrbít eða agúrku má vera ríflegt magn , ekki alveg yfir farsið heldur meðfram, bakað áfram út tímann.
Borið fram með ofnbökuðum kartöflubátum , sem eru settir í ofninn 15 mínútum á undan

greekfood1