Hakkabuff

Fyrir 4

Efni:

400 gr. hakkað nautakjöt með hámark 12% fitu
125 gr. hakkað svínakjöt með hámark 12% fitu
3 laukar (ca 150 gr.)
1 lítill chilipipar (má sleppa)
1 egg
Salt og pipar

Aðferð:

 1. Laukarnir flysjaðir og fínsaxaðir
 2. Chilipiparinn skolaður, frækjarni fjarlægður og piparinn fínsaxaður. (þessu má alveg sleppa ef vill)
 3. Öllu hráefninu blandað vel saman í fars.
 4. Kjötfarsið er svo geymt í kæli í 1 klukkustund.
 5. 4 buff eru mótuð úr farsinu.
 6. Buffin eru steikt á grilli í ca. 10 mínútur hvoru megin, það má einnig þurrsteikja þau á pönnu, t.d. grillpönnu.

Borið fram með steiktum kartöflum (sjá uppskrift hér neðar) og tómatasalati með t.d. fetaosti, og þunnsneiddum laukhringjum og Ajvar sem er kryddað puré úr piparávöxtum og eggaldini.

Steiktar kartöflur

Fyrir 4

Efni:

10-11 kartöflur (ca. 750 gr.)
5 laukar (ca. 250 gr.)
100 gr. skinka (loftþurrkuð)
1 lítið búnt steinselja
2 rauðar paprikur (ca. 250 gr.)
Um 3 dl. soð
Salt og pipar

Aðferð:

 1. Kartöflurnar flysjaðar og skornar í þunnar sneiðar
 2. Laukarnir flysjaðir og fínsaxaðir
 3. Skinkan skorin í strimla
 4. Steinseljan hreinsuð og skorin smátt
 5. Paprikurnar hreinsaðar og skornar í teninga
 6. Hráefnið er lagt í ofnfast mót, í lögum, kartöflurnar efst.
 7. Soðið hellt yfir og kartöflurétturinn bakaður á neðstu rim við 175°C í um 60-70 mín.

Þennan rétt má hafa sem meðlæti með ýmsu, t.d. öllu grilluðu kjöti.

Uppskriftirnar eru þýddar úr “Sund og spændende mad fra mange lande” sem gefin er út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku. Samkvæmt þeirri bók inniheldur hver skammtur af buffi 0 gr. kolvetni, 16 gr. fitu og orka ca. 1175 kj.

Hver skammtur af kartöfluréttinum inniheldur 34 gr. kolvetni, 4 gr. fitu og orka ca. 1175 kj.

hakk