Haust-kjötsúpa

Uppskriftin er miðuð við 4.

Má frysta.

250 gr. nautakjöt skorið í teninga
1 msk. oífuolía
1 lítri vatn
2 nautakjötsteningar
1 dós hakkaðir tómatar
2 hvítlaukar
2-3 tsk. chili
1 tsk. pipar
1 tsk. oregano
½ tsk. salt
1 rauð paprika
1 dós (425g) nýrnabaunir
Jógúrtsósa
1,5 dl. Jógúrt án ávaxta
½ dl. söxuð persilla

Aðferð:

  1. Kjötið er brúnað í olíunni í potti.
  2. Vatni bætt út í,ásamt kjötteningum og tómötum.
  3. Hvítlaukur hakkaður eða pressaður og bætt við, ásamt kryddi og salti.
  4. Soðið þar til kjötið er meyrt, í u.þ.b. 20 mínútur.
  5. Paprikan skorin í ræmur og baunirnar skolaðar með köldu vatni, þessu er blandað saman við og soðið áfram í 5 mínútur.
  6. Persilla hrærð saman við hreina jógúrt.

Borið fram með grófu brauði og ein matskeið af jógúrtsósu sett yfir hvern súpuskammt.

haustsupa