Heilsteikt svínalund

Fyrir 4

Efni:

1 svínalund
1 laukur
1 kúrbítur
500 gr. rósakál
150 gr. frosnar grænar baunir
1 ferskur engifer (ca. 5 cm.)
2 dl. vatn
1 matsk. sojasósa
1 matsk. olía
1 tsk. brúnn púðursykur
Svolítið salt og talsvert af grófum pipar
4 dl. hrísgrjón

Aðferð:

  1. Byrjað er að sjóða hrísgrjónin
  2. Grófar sinar fjarlægðar úr svínalundinni og hún brúnuð á öllum hliðum í olíu
  3. Kjötið tekið af pönnunni og kryddað með salti og pipar
  4. Engiferinn og laukurinn flysjaðir og fínskornir.
  5. Litlu rósakálshöfuðin eru skorin til helminga og kúrbíturinn í ferninga
  6. Engiferinn léttsteiktur í olíu í nokkrar mínútur í steikarpotti, lauknum bætt við og steikt þar til hann er glær
  7. Rósakáli og kúrbít bætt við og steikt áfram í nokkrar mínútur.
  8. Vatni og sojasósu hellt saman við og svínalundin og baunirnar sett út í.
  9. Lok sett á og rétturinn er látinn krauma í 10 mínútur, svínalundin er tekin upp og látin standa í nokkrar mínútur, áður en hún er skorin í sneiðar.
  10. Grænmetið er bragðbætt með sojasósu, svolitlu af púðursykri og grófum pipar

Uppskriftin er þýdd úr vikublaðinu “Hjemmet”

Innihald í einum skammti:

Orka ………………2.100 kJ/500Kcal
Þar af fita ………… 9 gr.
Kolvetni …………. 70 gr.

svinalund