Kalkúnabringur með grænmeti

Uppskriftin er miðuð við 2.

Efni

200 gr kalkúnabringur
1 lítill blaðlaukur (75 gr.)
1 rauðrófa (ca. 100 gr.)
1 lítið pastinak eða steinseljurót (ca. 100 gr.)
1 þunn sneið af hvítkáli (ca. 100 gr.)
2 tsk olía til að steikja í
1 feitur hvítlaukur (má sleppa)
2 matsk sojasósa
0,5 – 1 tsk þurrkuð salvía
Salt og pipar.

Aðferð

  1. Blaðlaukurinn hreinsaður og skorin í ca 0,5 cm þykka hringi.
  2. Rauðrófan, pastinakið (eða steinseljurótina) flysjað og skorið í þunna stafi
  3. Hvítkálið skorið smátt.
  4. Olían hituð á pönnu, kalkúnabringurnar og grænmetið látið krauma í ca 5 mín.
  5. Kryddi bætt við ásamt sojasósu og rétturinn steiktur áfram í ca 2 mín.
  6. Bragðbætt með salti og pipar
  7. Borið fram með soðnum hrísgrjónum.

turkeybreast