Lambakjötspottréttur

Fyrir fjóra – Má frysta.

Ca. 400 gr. Beinlaust lambakjöt
2 dl. vatn
1 kjötkraftsteningur
Safi af ½ sítrónu
1 ask. Tómatpuré
1 hvítlauksrif (smátt saxað)
1 msk. Kúmen
1 tsk. Oreganó
Hvítur pipar (smá salt ef vill)
½ dl. matreiðslurjómi (léttmjólk má alveg nota í staðinn)
1 msk. Hveiti.

Aðferð:

  1. Kjötið skorið í ferninga og öll fita fjarlægð.
  2. Soðið upp á vatni, kjötteningi, sítrónusafa, tómatpuré og kryddi. Kjötinu bætt útí smátt og smátt, þannig að suðan haldist við.
  3. Látið sjóða í ca. 45 mín. Þar til kjötið er meyrt.
  4. Hveiti hrært út í rjómann (léttmjólkina), því er síðan hellt út í pottinn, hrært stöðugt í á meðan. Soðið áfram í nokkrar mínútur.
  5. Bragðbætt með salti, pipar og kryddi ef þarf.
  6. Borið fram með soðnum hrísgrjónum og nýjum baunum.

Ávaxtasalat í vanillalegi

Fyrir fjóra – Má frysta

1 appelsína
1 tsk. Vanillasykur
1 kiwi
2 mandarínur
200 gr. hindber eða jarðarber

Aðferð

  1. Safinn kreistur úr appelsínunni og vanillasykrinum blandað saman við
  2. Kiwi og mandarínur flysjað og skorið í sneiðar
  3. Berin skorin ef þau eru mjög stór.

Ávöxtunum blandað útí safann og látið standa í kæli í a.m.k. 2 tíma áður en þetta er borið fram.

lambstew1