Masalakjúklingur með grænmeti

Uppskriftin er miðuð við 2.

Efni:

2 kjúklingabringur
1 tsk Masala (kryddblanda)
2 tsk. olía
10 gr vorlaukur
¼ af litlu blómkálshöfði
1 paprika
100 gr “cherry” tómatar
salt og pipar.

Aðferð:

  1. Kjúklingabringurnar eru nuddaðar beggja vegna með Masala kryddblöndunni
  2. Steiktar í olíunni í 4 mínútur á hvorri hlið.
  3. Bringurnar teknar af pönnunni og haldið heitum.
  4. Vorlaukur hreinsaður og skorinn í um 2 cm skásneiðar, blómkálinu skipt í litlar greinar og paprikan skorin í strimla.
  5. Grænmetið sett á heita pönnuna og léttsteikt í um 5 mínútur.
  6. Tómatarnir skornir til helminga og settir með á pönnuna. Kryddað með salti og pipar.

Þetta er síðan borið fram með hrísgrjónum eða pasta.

chickenmasala