Rauðvínsmaríneruð andabringa

Fyrir 2 (ef notað sem forréttur þá fyrir 4)

Efni:

300 gr andabringur
½ lítill laukur
1 lítil gulrót
1 lítil sneið steinseljurót
1,5 dl rauðvín
2 greinar ferskt timian eða 1,5 tsk þurrkað
1 lítið lárviðarlauf
5 piparkorn
salt.

Aðferð:

 1. Andabringan þurrkuð með eldhúsþurrku.
 2. Skorið í efsta húðlagið og bringan lögð í lítið ílát sem hægt er að loka.
 3. Laukurinn flysjaður og grófhakkaður
 4. Gulrótin og steinseljurótin flysjaðar og skornar í sneiðar
 5. Grænmeti, rauðvín og krydd blandað saman og hellt yfir bringuna.
 6. Kjötið látið liggja í lokuðu íláti í leginum, í sólarhring.
 7. Kjötið tekið úr leginum og þerrað með eldhúsþurrku.
 8. Lagt í smurt eldfast fat með efsta húðlagið upp og salti stráð yfir.
 9. Marineringunni hellt yfir.
 10. Steikt í 225° heitum ofni í 25 mín.
 11. Álpappír breiddur yfir og látið standa í um 10 mínútur.

Borið þannig fram:

Andabringan er skorin í skástykki og borin fram með heitu rauðkálssalati og kartöflum, einnig má hafa sósu með, sem er löguð úr marineringunni, sem er þá síuð og jöfnuð.

Miðað við 2: (aðalréttur) Miðað við 4: (forréttur)
Orka 850 kJ Orka 425 kJ
Kolvetni 0 g Kolvetni 0 g
Fita 13 g. Fita 6,5 g

Uppskriftin og innihaldslýsing er þýdd af heimasíðu dönsku samtakanna

andabringa