Sellerí í kjöthakki

Fyrir fjóra

Efni:

1 sellerí (ca 700 g) skorið í 1,5 cm sneiðar
300 gr hökkuð skinka (ekki meira en 12% fita)
1 fínt hakkaður laukur
4 msk rasp
1 egg
1 dl mjólk
Salt og pipar
2 msk hökkuð steinselja
1 rauð paprika
125 gr sveppir
60 gr rifinn Cheddar ostur

Aðferð:

 1. Sellerísneiðarnar soðnar í léttsöltuðu vatni (má setja setja sítrónusafa útí) í nokkrar mínútur
 2. Sett í sigti og látið renna vel af.
 3. Settar í ofnfast smurt fat.
 4. Hakkaða kjötið er blandað með fínt hökkuðum lauki og raspi.
 5. Eggi og mjólk hrært saman við hakkið.
 6. Kryddað með salti og pipar.
 7. Steinselju, papriku (sem skorin er í teninga) og hreinsuðum , grófhökkuðum sveppum bætt við.
 8. Farsið smurt yfir sellerísneiðarnar.
 9. Ostinum stráð yfir.
 10. Bakað á neðstu rim við 200°gráður í ca hálftíma.
 11. Borið fram með bökuðum kartöflum og salati.

sellery