Skinkusnitsel

Uppskriftin er miðuð við 2.

Efni:

2 sneiðar skinkusnitsel, hver ca 100 gr.
2 tsk. Dijonsinnep
½ tsk þurrkað basilikum.
2. matsk rúgmjöl
Salt og pipar
2 tsk olía eða smjörlíki.

Aðferð:

  1. Bankið kjötsneiðarnar létt með hendinni.
  2. Smyrjið þunnu lagi af sinnepi á aðra hlið kjötsins.
  3. Blandið saman rúgmjöli, salti, pipar og basilikum.
  4. Veltið kjötsneiðunum uppúr rúgmjölsblöndunni.
  5. Brúnið kjötið beggja megin í ca 1 mín.
  6. Lækkið hitann og látið kjötsneiðarnar steikjast í ca 3-5 mín á hvorri hlið við vægan hita.

Berið fram með soðnu pasta (t.d. pastaskrúfur eða slaufur) og grænmeti

OLYMPUS DIGITAL CAMERA