Svínakjötspottréttur og ávaxtasalat

Svínakjötspottréttur og ávaxtasalat.

Svínakjötspottrétt – má frysta.
400 gr. magurt svínakjöt
1 msk. matarolía
1,5 dl. vatn
1 dl. rauðvín eða rauðvínsedik (má sleppa og nota bara vatn)
1 kjötteningur
1 tsk. paprikuduft
½ tsk. karrý
1 tsk. pipar
1-2 hvítlauksrif
1,5 msk. hveiti
1 rauð paprika
1 dl. litlir niðursoðnir perlulaukar
¾ dl. svartar ólífur
10 cornichoner (litlar niðursoðnar gúrkur)
½ dl. sýrður rjómi 10%

Aðferð:

  1. Kjötið skorið í ca. 2 cm. þykka strimla og brúnað í olíunni, fært í pott og víni (vatni) hellt yfir.
  2. Kjötteningur, krydd og pressaður hvítlaukur bætt útí, soðið við hægan hita í 10 mín.
  3. Jafnað með hveiti hrærðu út með svolitlu vatni.
  4. Paprikan skorin smátt og sett saman við ásamt lauk, ólífum og gúrkum.
  5. Sýrða rjómanum bætt við og soðið áfram í 5 mín.

Borið fram með “Bulgurpilaf” og nýjum baunum.

Bulgurpilaf

Bulgurpilaf – má frysta.

  1. Smátt skorinn laukur léttsteiktur ásamt 3 dl. af bulgur (fæst m.a. í náttúrulækningabúðinni og víðar) í 1 msk af olíu.
  2. 6 dl af grænmetissoði hellt yfir og soðið í 10-15 mín.

Ávaxtasalat

Ávaxtasalat – Má ekki frysta.

200 gr. galla- eða hunangsmelóna
2 kiwi
75 gr. græn vínber
ca. 3 dl. cider

Melónan skorin í teninga, kiwi í báta og vínberin í tvennt, cider hellt yfir, kælt.

svinagullas