Vanillukransar

70 kökur.

Efni:

250 g (4 dl) hveiti
125 g (1,75 dl) kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
4 tsk vanillusykur
125 g Atwel eða Perfect Fit sætuefni
50 g fínmalaðar möndlur
125 g smjörlíki
1 egg
1-2 msk vatn.

Aðferð:

  1. Hveiti, kartöflumjöl, sætuefni og vanillusykur blandað saman í skál.
  2. Möndlunum bætt við
  3. Smjörlíkið mulið saman við.
  4. Eggi og vatni bætt útí og deigið hnoðað saman strax (þarf að gerast hratt).
  5. Sett í kæli í 20 mínútur.
  6. Deiginu er síðan rennt í gegnum hakkavél (stjörnumót) og skorið í 10 cm. lengjur, formað í kransa.
  7. Bakað ofan við miðju í 200 gráðu heitum ofni í 6-8mínútur.
  8. Kökurnar síðan kældar á grind.

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA