Lasagne

Fyrir 2

Efni:

1 laukur flysjaður og hakkaður (eða smátt skorinn)
1 tsk. olía
1 feitur hvítlaukur pressaður
200 gr. nautahakk (í mesta lagi 12% feitt)
300 gr. gulrætur, gróftrifnar
1 stilkur sellerí fínskorinn
1 dós tómatar
1 msk. Tómatpuré
1 dl. vatn
1 tsk þurrkað oregano
salt og pipar.
7-8 lasagne-plötur.

Efni í sósu:

2 tsk olía
2 msk. Vatn
2 tsk hveiti
2,5 dl mjólk
salt og pipar

Aðferð:

 1. Laukurinn snöggsteiktur í olíunni ásamt pressuðum hvítlauknum.
 2. Hakkinu bætt við og steikt með.
 3. Sellerí, rifnum gulrótum, tómötum og tómatpuré, vatni bætt út í.
 4. Kryddað með oregano, salti og pipar.
 5. Kjötsósan látin malla í 15 mín.

Sósa.

 1. Olía hituð í potti
 2. Vatni bætt við og hveiti hrært saman við.
 3. Mjólkinni hellt saman við og þeytt í á meðan.
 4. Sósan látin sjóða og krydduð með salti og pipar.
 5. Kjötsósa og lasagneplötur lagt til skiptis í eldfast, smurt form (1,5 l) byrjað er á kjötsósunni og endað á lasagneplötum.
 6. Sósunni hellt yfir. Raspi stráð yfir að lokum.
 7. Rétturinn bakaður neðarlega í ofni við 200 gráður í 45,mínútur.

lasagne