Lasagne
Fyrir 2
Efni:
1 laukur flysjaður og hakkaður (eða smátt skorinn)
1 tsk. olía
1 feitur hvítlaukur pressaður
200 gr. nautahakk (í mesta lagi 12% feitt)
300 gr. gulrætur, gróftrifnar
1 stilkur sellerí fínskorinn
1 dós tómatar
1 msk. Tómatpuré
1 dl. vatn
1 tsk þurrkað oregano
salt og pipar.
7-8 lasagne-plötur.
Efni í sósu:
2 tsk olía
2 msk. Vatn
2 tsk hveiti
2,5 dl mjólk
salt og pipar
Aðferð:
- Laukurinn snöggsteiktur í olíunni ásamt pressuðum hvítlauknum.
- Hakkinu bætt við og steikt með.
- Sellerí, rifnum gulrótum, tómötum og tómatpuré, vatni bætt út í.
- Kryddað með oregano, salti og pipar.
- Kjötsósan látin malla í 15 mín.
Sósa.
- Olía hituð í potti
- Vatni bætt við og hveiti hrært saman við.
- Mjólkinni hellt saman við og þeytt í á meðan.
- Sósan látin sjóða og krydduð með salti og pipar.
- Kjötsósa og lasagneplötur lagt til skiptis í eldfast, smurt form (1,5 l) byrjað er á kjötsósunni og endað á lasagneplötum.
- Sósunni hellt yfir. Raspi stráð yfir að lokum.
- Rétturinn bakaður neðarlega í ofni við 200 gráður í 45,mínútur.