Pastaréttur með skinku

Uppskriftin er miðuð við 2

Efni:

60 gr pasta (eftir eigin vali)
150 gr soðin, reykt skinka
5 sólþurrkaðir tómatar
1 lítill laukur (ca 30 gr.)
125 gr sveppir
1 blaðlaukur (púrra ca 150 gr.)
½ gul paprika
1 dl. baunir (50 gr)
2 tsk olía (eða önnur fita)
1 dl grænmetissoð
¾ dl mjólk
2 tsk hveiti
salt og pipar.

Aðferð:

 1. Sólþurrkaðir tómatar lagðir í kalt vatn í eina klst.
 2. Pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 3. Skinkan skorin í strimla.
 4. Laukurinn flysjaður og skorinn smátt.
 5. Sveppir hreinsaðir og skornir í fernt
 6. Blaðlaukurinn skolaður og fínsneiddur.
 7. Paprikan hreinsuð og skorin í strimla
 8. Sveppirnir snöggsteiktir í olíunni og síðan færðir upp og laukurinn snöggsteiktur (hrært í á meðan).
 9. Hveiti stráð yfir og grænmetissoði og mjólk hrært útí smám saman
 10. Sósan látin sjóða og bragðbætt með salti og pipar.
 11. Útbleyttir tómatar sem búið er að klippa í strimla, sveppir, blaðlaukur, paprika og baunir sett útí og látið smásjóða í 5 mínútur.
 12. Skinkan og pastað að lokum látið hitna í sósunni.

pasta