Túnfisk- og fetaostsalat

Fyrir fjóra.

Efni:

1 dós túnfiskur í vatni (140g)
12 teningar fetaostur (ca50 g)
1 laukur
1 búnt steinselja
2 tsk ólífuolía
1 tsk þurrkað oregano
Salt
Pipar
½ sítróna

1 tómatur og 8-12 agúrkusneiðar til að skreyta með.

Aðferð:

  1. Vatni hellt af túnfiskinum.
  2. Fetaosturinn mulinn
  3. Laukurinn afhýddur og skorinn smátt.
  4. Steinseljan hreinsuð og skorin smátt
  5. Túnfiskur, fetaostur, laukur, steinselja,
    ólífuolía og krydd blandað saman í skál.
  6. Safinn kreistur úr sítrónunni
  7. Salatið bragðbætt með sítrónusafanum.
  8. Skreytt með tómat- og gúrkusneiðum.

Salatið er gott sem meðlæti eða sem forréttur, borið fram með brauði.

Uppskrift þessi er þýdd úr bókinni “Sund og spændende mad fra mange lande” sem Samtök sykursjúkra í Danmörku gáfu út.

Samkvæmt upplýsingum þeirra er innihald í einum skammti af salati:
1g kolvetni
5g fita
ca. 108 hitaeiningar (kcal)

tuna