Karrýsúpa

Fyrir 4

Efni:

1 matskeið karrý
2 teskeiðar olía
2 hakkaðir laukar (um 200 gr.)
2 blaðlaukar (um 200 gr.)
2 dl hrísgrjón (um 150 gr.)
1,5 líter hænsnakjötsoð
3-4 grannir sellerí-stilkar
2 matskeiðar maíssenamjöl (til að jafna með)

Salt og pipar

Aðferð:

  1. Karrýið er látið krauma í olíu í potti
  2. Hakkaður laukur og blaðlaukar skornir í hringi sett út í og látið krauma með.
  3. Hrísgrjónum blandað úti hrært í á meðan
  4. Hænsnakjötsoðinu hellt saman við og súpan látin smásjóða í 15-20 mín.
  5. Sellerí-stilkar skornir í þunnar sneiðar og soðnir með síðustu 5 mínúturnar.
  6. Maísenamjöli hrært út í kalt vatn og jafnað út í súpuna
  7. Bragðbætt með salti og pipar eftir smekk.

Súpan er borin fram vel heit og gróft brauð haft með.

Uppskriftin er þýdd úr “Den nye kogebog” sem gefin er út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku

karrysupa