Uppskrift mánaðarins

Laxabollur

20 stk. – Má frysta

Efni:

300 gr. þorskflak roðlaust
1 laxflak (125 gr.) roðlaust
½ lítill laukur (25 gr.)
1 egg
1 eggjahvíta
1 matsk. hveiti
3 matsk. kartöflumjöl
1,5 dl. mjólk
1,5 tsk. salt
Hvítur pipar
1 matsk. olía eða annað fituefni

laxaflak

Aðferð:

  1. Þorskflakið skorið í lítil stykki, bein fjarlægð ef einhver eru.
  2. Laxflakið skorið í lítil stykki
  3. Laukurinn flysjaður og skorinn, ekki mjög smátt.
  4. Fiskur og laukur sett í matvinnsluvél, ásamt öðru efni og allt keyrt saman, þar til farsið er jafnt, en ekki of stíft.
  5. Fiskfarsið látið standa í kæli í um hálfa klukkustund.
  6. 20 fiskbollur mótaðar úr farsinu og þær steiktar á hvorri hlið í olíunni í um 6-8 mínútur.
  7. Fjarlægðar straks af pönnunni þegar þær eru steiktar.

laukur

Meðlæti:

Laxabollurnar má bera fram með ýmsu meðlæti t.d. köldu kartöflusalati, einnig má bera pasta, tómatsósu og grænmeti með.
Kaldar laxabollur eru tilvaldar sem álegg á rúgbrauð. Einnig má setja hakkaðar ferskar kryddjurtir t.d. dill eða blaðlauk í farsið, 1-2 matsk. kapers er líka gott að hakka gróft og setja saman við
Í staðinn fyrir þorsk og lax má nota 400 gr. þorsk eingöngu eða 1 pk. frosið fiskhakk.

Uppskriftin er þýdd úr bókinni “Fisk – let og godt”, sem gefin er út af Samtökum sykursjúkra í Danmörku.

Samkvæmt henni er innihald í einni laxabollu:

Orka ………………200 kJ
Kolvetni ………….. 2 g
Fita ……………….. 2 g