Opinn fundur með frambjóðendum

By October 4, 2016 October 6th, 2016 Fréttir

ÖBÍ býður til opins fundar með frambjóðendum. Grand Hótel laugardaginn 8.október kl.14-16. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar og gefst þá fundargestum færi á að ræða nánar við frambjóðendur. Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í komandi þingkosningum sitja fyrir svörum á opna fundinum. Þeir svara spurningum frá málefnahópum ÖBÍ og einnig spurningum gesta úr sal. Spurt verður um málefni fatlaðs fólks, öryrkja og langveikra og stefnu flokkanna gagnvart þeim. Fundarstjóri er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttastjóri á Fréttatímanum