• Insúlínóháð sykursýki kemur fram á miðjum aldri eða á elliárum. Auk hækkaðs blóðsykurs fylgir henni oftast hár blóðþrýstingur og breytingar á blóðfitu.
  • Aukakíló eiga oft þátt í því að sykursýkin brýst út og því er það hluti meðferðarinnar hjá þeim sem eru of þungir að létta sig. Þá er mikilvægt að borða minna af öllu, en þó sérstaklega minna af fitu. Borðið hins vegar gjarnar mikið grænmeti.
  • Jurtafeiti og fiskur í litlum skömmtum hefur góð áhrif á hjarta og æðakerfi.
  • Jafnframt því að breyta mataræðinu er gott að auka hreyfinguna – þá er auðveldara að léttast og einnig að halda kjörþyngdinni. Þar að auki hefur hreyfingin góð áhrif á blóðsykurinn, blóðþrýstinginn og blóðfituna.
  • Auk þessa felst meðferðin í mataræðisbreytingum til lengri tíma, töflum og insúlíni.