Mataræði

Insúlínháð sykursýki (týpa 1).

  • Týpa 1 getur gert vart við sig þegar í barnæsku, á unglingsaldri eða ekki fyrr en á fullorðinsárum.
  • Týpa 1 er ávallt meðhöndluð með insúlíni.
  • Blóðsykrinum er haldið í eins eðlilegu jafnvægi og mögulegt er með insúlíni og hollu mataræði. Hin nýja meðferð með mörgum insúlíngjöfum yfir daginn gerir fólki kleift að aðlaga sig að mismunandi matmálstímum og mismunandi mat.
  • Til þess að halda blóðsykrinum innan ásættanlegra marka verða menn að vita hve mikið þeir mega borða í hvert sinn og hver áhrif mismunandi fæðutegundir hafa á blóðsykurinn. Kornmatur, kartöflur, ávextir og ber, mjólkurvörur, sykur og orkurík sætuefni hafa áhrif á blóðsykurinn.
  • Blóðsykursmælingar og eftirlit með líkamsþyngd eru mikilvægir þættir í meðferð sykursjúkra, og ef blóðsykurinn og þyngdin haldast innan eðlilegra marka, þykir það sýna að meðferðin hafi tekist vel.