Blái hringurinn

Blái hringurinn, tákn alþjóðlegrar baráttu gegn sykursýki.

blueringBlái hringurinn er alþjóðlegt tákn sykursýki.

Hann merkir samstöðu í baráttunni gegn sykursýki og táknar stuðning við ályktun Sameinuðu Þjóðanna um sykursýki.

Ályktun 61/225 var samþykkt á þingi SÞ þann 20.desember 2006. Í fyrsta sinn viðurkenndu ríki heims að sjúkdómur sem ekki er smitandi ógni heilsu jarðarbúa jafn alvarlega og smitsjúkdómar eins og HIV/AIDS, berklar og malaría.

Ályktunin tilnefnir Alþjóðadag sykursjúkra, 14.nóvember, sem dag SÞ sem öll aðildarríki skuli nota til að vekja athygli á þeim faraldri sem sykursýki er orðin um allan heim og leggur þær skyldur á stjórnvöld allra ríkjanna að setja sér stefnu varðandi forvarnir gegn sykursýki og meðferð þeirra sem þegar eru greindir.

Hvers vegna blár hringur?

Hringurinn er vel þekkt form og hefur verið notaður sem tákn frá örófi alda. Hann táknar ávallt eitthvað jákvætt. Í flestum menningarsamfélögum táknar hringurinn samstöðu, líf og heilsu. Blái liturinn merkir himininn sem sameinar allar þjóðir.

Taktu þátt!

Sýndu stuðning við ályktun SÞ um sykursýki með því að bera barmmerkið og gakktu þar með í hóp þúsunda um allan heim sem hafa kosið að „Sameinast gegn sykursýki“. Saman getum við breytt miklu!

www.idf.org
www.unitefordiabetes.org