Nýjustu fréttir

Jólafundur 2016

| Fréttir | No Comments

Jólafundur 2016 Hinn árlegi og sívinsæli jólafundur Samtaka sykursjúkra verður haldinn á Grand Hóteli við Sigtún, í Hvammi á jarðhæð, fimmtudaginn 1.desember næstkomandi kl.20. Nánari dagskrá verður auglýst síðar, en…

Sykursýki – andlega hliðin

| Fréttir | No Comments

Sykursýki – andlega hliðin   Fræðslufundur Samtaka sykursjúkra Setrinu á Grand Hóteli, þriðjudaginn 18.október kl.20 -Eiríkur Örn Arnarson, sálfræðingur, ræðir um áhrif þess að vera með langvinnan sjúkdóm eins og…

Opinn fundur með frambjóðendum

| Fréttir | No Comments

ÖBÍ býður til opins fundar með frambjóðendum. Grand Hótel laugardaginn 8.október kl.14-16. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar og gefst þá fundargestum færi á að ræða nánar við…

Fræðslufundur 18.október næstkomandi

| Fréttir | No Comments

Fræðslufundur verður haldinn á Grand Hótel þriðjudagskvöldið 18.október næstkomandi kl.20. Umfjöllunarefnið er “sykursýki og áhrif hennar á andlegu hliðina” Nánar auglýst síðar Takið daginn frá

Gönguferðir 2016 - 2017

Gengið er annan hvern sunnudag kl.13:00

Gengið er í ca 1 klst, létt ganga, allir geta verið með

23.október     Nauthólsvík

6.nóvember     Grótta, bílastæðið á Seltjarnarnesi

20.nóvember     Breiðholtslaug

4.desember     Hallgrímskirkja, jólaganga

8.janúar     Ráðhús Reykjavíkur

22.janúar     Háteigsskóli Háteigsvegi

5.feb     Ellingsen Grandagarði

19.feb     Vogaskóli Skeiðarvogi

5.mars     Kópavogskirkja, Hamraborg Kópavogi

19.mars     Setbergsskóli, Hlíðarbergi 2 Hafnarfirði

2.apríl     Endurvinnslan, Knarrarvogi

23.apríl     Vídalínskirkja, Kirkjulundi 3, Garðabæ

Hittumst hress í gönguhópnum, tökum með okkur gesti – Allir hjartanlega velkomnir!

Kveðja, Helga Eygló Guðlaugsdóttir og gönguhópurinn.
Helga Eygló – GSM: 692-3715

Hvað er sykursýki?

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur, hann leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt

Helstu tegundir sykursýki eru þrjár

Tegund 1 (sem er algengari hjá ungu fólki og börnum)

Tegund 2 (sem er algengari hjá eldra fólki)

Meðgöngusykursýki

Sjá nánar undir Sjúkdómurinn >

Námskeið

Námskeið í samstarfi við Landspítala og Samtök sykursjúkra

Unnið í samstarfi við Samtök sykursjúkra og Landspítalann og er kennt af færustu sérfræðingum, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara og næringarfræðingi.Félagar í aðildarfélögum ÖBÍ og SÍBS fá 3.000 kr. aflátt af námskeiðunum.

Sykursýki 2, Heilsa, næring og mataræði Þrjú námskeið sem hefjast mánudaginn 12. september, mánudaginn 24. október og þriðjudaginn 1. nóvember.

Eftir námskeið eiga þátttakendur að geta sagt frá hvað sykursýki er, fylgikvillum hennar og mikilvægi blóðsykurstjórnunar, auk þess að setja fram sín eigin markmið varðandi mataræði, hreyfingu og aðra þætti. Fullt verð kr. 18.950.

Heilsa, mataræði og hreyfing hefst mánudaginn 31.október

Námskeiðið skiptist í tvo hluta þar sem fjallað er um mataræði annars vegar og hreyfingu hins vegar. Ráðleggingar um mataræði og sérstaklega rætt um sykurneyslu, þátttakendur fá heimaverkefni að vinna milli tíma.
Fullt verð kr. 14.250.

Nánari upplýsingar og skráning:www.sibs.is

lifescan-mailings-mars-2016auglysing