Alþjóðlegur dagur Diabetes – World Diabetes Day
Diabetes Ísland býður til opins fræðslufundar í tilefni dagsins.
Fundurinn verður haldinn í Hvammi á jarðhæð Grand Hótels
Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 18–19:30
Umræðaefnið verður:
Diabetes kulnun/örmögnun/burnout/fatigue
Álagið sem fylgir því að vera með krónískan sjúkdóm, fylgisvein sem aldrei gefur frí.
Og, hvað getum við sjálf gert með einföldum hætti til að láta okkur líða betur og minnka líkur á að lenda á þessum vegg.
Dagskrá:
• Helgi Kemp Georgsson, formaður félagsins, setur fundinn
• Lilja Dögg Færseth, sálfræðingur hjá sálfræðiþjónustu Landspítala, flytur erindi
• Umræður og fyrirspurnir
• Veitingar
Allir velkomnir!




