Alþjóðlegur dagur Diabetes – World Diabetes Day

Diabetes Ísland býður til opins fræðslufundar í tilefni dagsins.


Fundurinn verður haldinn í Hvammi á jarðhæð Grand Hótels

Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 18–19:30


Umræðaefnið verður:

Diabetes kulnun/örmögnun/burnout/fatigue


Álagið sem fylgir því að vera með krónískan sjúkdóm, fylgisvein sem aldrei gefur frí.


Og, hvað getum við sjálf gert með einföldum hætti til að láta okkur líða betur og minnka líkur á að lenda á þessum vegg.


Dagskrá:

• Helgi Kemp Georgsson, formaður félagsins, setur fundinn

• Lilja Dögg Færseth, sálfræðingur hjá sálfræðiþjónustu Landspítala, flytur erindi

• Umræður og fyrirspurnir

• Veitingar


Allir velkomnir!

sykursýki og okkar hlutverk

Fræðiheitið á sykursýki er diabetes mellitus. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu.

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.


meginverkefni félagsins eru

  • Að ljá fólki með sykursýki rödd í almennri umræðu og að tala máli þeirra við yfirvöld.
  • Að gefa út fræðsluefni um sykursýki og fylgikvilla hennar, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir allan almenning.
  • Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir félagsmenn sína.
  • Halda uppi fræðslu um sykursýki
  • Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi Innkirtladeildar á Landspítala.

tölfræðin

10.600

Heildarfjöldi fólks með greinda sykursýki árið 2018

100%

Aukning í greindum tilfellum

frá árinu 2005 

2.8%

Aukning í nýgengni árlega

24.000

Áætlaður heildarfjöldi greindra

tilfella árið 2040

10K+

Graduates

10.600

Heildarfjöldi greindra sykursjúkra árið 2018

tölfræðin

100%

Aukning í greindum tilfellum frá því 2005

2,8%

Aukning í nýgengi árlega

24.000

Áætlaður heildarfjöldi greindra tilfella árið 2040

fylgstu með okkur á Facebook

Facebook