Fræðsla

 

Næring

Gerast félagsmaður

Öll þau sem eru með sykursýki geta orðið félagsmenn, en einnig aðstandendur og annað áhugafólk um sykursýki.

Nýjustu fréttir

Skrifstofan lokuð fimmtudaginn 29.sept

| Fréttir | No Comments
skrifstofa félagsins verður lokuð fimmtudaginn 29.september vegna sumarleyfis

ÖBÍ réttindasamtök – ný ásýnd

| Fréttir | No Comments
ÖBÍ slær nýjan tón   ÖBÍ réttindasamtök eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Í yfir sextíu ár hafa samtökin barist fyrir samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar njóta…

Heilsumolar SÍBS

| Fréttir | No Comments
SÍBS kynnir nýtt verkefni sem fengið hefur heitið Heilsumolar. Heilsumolar eru örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan og eiga erindi…

Námskeið: valdefling og leiðtogaþjálfun fyrir konur

| Fréttir | No Comments
Diabetes Ísland (Samtök sykursjúkra) og ÖBÍ bjóða félagskonum á námskeiðið "Valdefling og leiðtogaþjálfun KVAN fyrir konur" Námskeiðið er ókeypis fyrir þær sem eru í félaginu. Ef þú hefur áhuga, sendu…

Gönguferðir

Gönguhópur félagsins hefur starfað nær óslitið í 20 ár, nema þegar covid stóð sem hæst auðvitað.

Gengið hefur verið hálfsmánaðarlega.

En nú gerum við hlé!

Okkur bráðvantar einhverja duglega manneskju til að taka að sér að sjá um göngurnar.

Ef þú ert rétta manneskjan, sendu okkur tölvupóst í diabetes@diabetes.is

Ungliða hópurinn

Ertu á aldrinum 18-30 ára?

Fylgstu með á Facebook og fáðu allar upplýsingar um það sem er að gerast hjá unga fólkinu okkar.

Kíktu á Facebook síðuna!

Styrktaraðilar

Hvað er sykursýki?

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur, hann leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt

Helstu tegundir sykursýki eru þrjár

Tegund 1 (sem er algengari hjá ungu fólki og börnum)

Tegund 2 (sem er algengari hjá eldra fólki)

Meðgöngusykursýki

Sjá nánar undir Sjúkdómurinn >

Medic Alert

Hvað er Medic Alert?

MedicAlert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir sjúklinga með bráða eða hættulega sjúkdóma

Screen Shot 2018-11-02 at 13.05.03Hvernig gerist ég félagi í Medic Alert

Biðjið lækni að fylla út upplýsingar um heilsufar og lyfjameðferð á eyðublaðið. Fyllið síðan sjálf út afganginn og komið með eyðublaðið eða sendið á skrifstofu MedicAlert að Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi.  Nánari upplýsingar fást á www.medicalert.is

Ef þörf er á fær merkisberi nýtt nafnspjald og málmplötu á kostnaðarverði. Merkisberar geta alltaf sent inn leiðréttingar ef við á í samráði við lækni sinn. Allar upplýsingar á vaktstöðinni eru trúnaðarmál og eru þær aðeins látnar af hendi við þann sem hefur MedicAlert númer merkisberans.