Nýjustu fréttir

Viðtöl við fólk með T2 sykursýki

| Fréttir | No Comments
Við fengum þetta frá Ana Geppert: "Ég heiti Ana Geppert og er að læra rannsókna masternám í Global Health Sciences í Amsterdam. Ég er að gera hópaverkefni um sykursýki 2…

Blóðsykurmælingar á Akureyri 16.nóvember í tilefni alþjóðadagsins

| Fréttir | No Comments
Laugardaginn 16.nóvember kl.13-16 verða Samtök sykursjúkra á Norðurlandi í samstarfi við Lionsklúbbana í Eyjafirði og EIR, félag hjúkrunarfræðinema við HA, með blóðsykurmælingar á Glerártorgi.

Viðburður 14.nóvember í Reykjanesbæ, kl.19,30-21,30

| Fréttir | No Comments
Sykursýki, hvað er til ráða - hvar fæ ég ráð? Alþjóðadagur sykursýki, 14.nóvember kl.19,30-21,30 Radisson Park-Inn, Hafnargötu 57, Keflavík Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Lionsklúbbur Keflavíkur, Janus heilsuefling Fundarstjóri: Rafn Benediktsson, formaður Lionsklúbbsins…

Viðburður 14.nóvember kl.17-19

| Fréttir | No Comments
Í tilefni alþjóðadags sykursjúkra þann 14. nóvember mun RetinaRisk, í samstarfi við Samtök Sykursjúkra, bjóða til stutts málþings á Bryggjunni brugghús kl.17-19. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, mun segja sína sögu…

Gönguferðir

Vetur 2019-2020

Gengið er annan hvern sunnudag klukkan 13:00 í u.þ.b eina klukkustund. Gönguferðirnar eru rólegar og léttar og ættu því sem flestir að geta tekið þátt. Við hittumst á eftirfarandi stöðum:

 • 27. okt – Nauthólsvík
 • 10. nóv – nóvember Laugardalslaug
 • 24. nóv – Ráðhús Reykjavíkur – við tjörnina
 • 5. jan – Hallgrímskirkja
 • 19. jan – Ísaksskóli við Bólstaðarhlíð
 • 2. feb – Langholtskirkja
 • 16. feb – Neskirkja
 • 1. mars – Kjarvalsstaðir við Flókagötu
 • 15. mars – Laugarnesskóli við Kirkjuteig 24
 • 29. mars – Félagsmiðstöðin Hæðagarði 31
 • 5. apríl – Endurvinnslan við Knarrarvog 4
 • 19. apríl – Sæmundarskóli við Gvendargeisla 168

Hittumst hress í gönguhópnum og tökum með okkur vini og vandamenn.

ALLIR ERU VELKOMNIR!

Bestu kveðjur,
Helga Eygló Guðlaugsdóttir og gönguhópurinn

S: 692-3715

Ungliða hópurinn

Ertu á aldrinum 18-30 ára?

Fylgstu með á Facebook og fáðu allar upplýsingar um það sem er að gerast hjá unga fólkinu okkar.

Kíktu á Facebook síðuna!

Styrktaraðilar

Hvað er sykursýki?

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur, hann leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt

Helstu tegundir sykursýki eru þrjár

Tegund 1 (sem er algengari hjá ungu fólki og börnum)

Tegund 2 (sem er algengari hjá eldra fólki)

Meðgöngusykursýki

Sjá nánar undir Sjúkdómurinn >

Medic Alert

Hvað er Medic Alert?

MedicAlert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir sjúklinga með bráða eða hættulega sjúkdóma

Screen Shot 2018-11-02 at 13.05.03Hvernig gerist ég félagi í Medic Alert

Biðjið lækni að fylla út upplýsingar um heilsufar og lyfjameðferð á eyðublaðið. Fyllið síðan sjálf út afganginn og komið með eyðublaðið eða sendið á skrifstofu MedicAlert að Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi.  Nánari upplýsingar fást á www.medicalert.is

Ef þörf er á fær merkisberi nýtt nafnspjald og málmplötu á kostnaðarverði. Merkisberar geta alltaf sent inn leiðréttingar ef við á í samráði við lækni sinn. Allar upplýsingar á vaktstöðinni eru trúnaðarmál og eru þær aðeins látnar af hendi við þann sem hefur MedicAlert númer merkisberans.