um félagið

Diabetes Ísland


Samtök sykursjúkra voru stofnuð árið 1971 af hópi sjálfboðaliða, árið 2023 var nafni félagsins breytt í Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki


Starfið hefur ávallt byggst á framlagi sjálfboðaliða; fólks með sykursýki, fjölskyldna þeirra og vina og áhugasams heilbrigðisstarfsfólks. Í upphafi árs 2023 voru félagsmenn um 1600 talsins. Auk fólks með sykursýki og aðstandenda þeirra kemur að starfinu fjöldi heilbrigðisstarfsmanna, apóteka, heilbrigðisstofnana og styrktaraðila.


Árlegur aðalfundur er haldinn í mars. Þar er kjörin 5 manna stjórn sem skiptir með sér verkum og fer hún með öll málefni félagsins milli aðalfunda.

Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki eru landssamtök en einnig eru starfandi samtök foreldra sykursjúkra barna, Dropinn, sem er með vefsíðu á slóðinni
https://dropinn.is

Félagið hefur einn starfsmann í hlutastarfi og er skrifstofan opin tvo morgna í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10-12. Skrifstofan er til húsa í Setrinu, á jarðhæð í Hátúni 10, en þar leigja saman nokkur sjúklingafélög.


Meginverkefni félagsins eru:

  • Að ljá fólki með sykursýki rödd í almennri umræðu og að tala máli þeirra við yfirvöld.
  • Að gefa út fræðsluefni um sykursýki og fylgikvilla hennar, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir allan almenning.
  • Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir félagsmenn sína.
  • Halda uppi fræðslu um sykursýki
  • Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi Innkirtladeildar á Landspítala.


Diabetes Ísland er hluti af IDF, alþjóðlegum samtökum fólks með sykursýki, og félagið er einnig virkt í samstarfi Norðurlandanna, auk þess sem það er hluti af Öryrkjabandalagi Íslands


Lög Diabetes Ísland 2023

Stjórn Diabetes Íslands

Helgi Kemp Georgsson

Formaður,

fulltrúi Dropans

Kristinn Ingi Reynisson

Varaformaður

Þorsteinn Hálfdánsson

Fulltrúi ungliða

Stefán

Pálsson

Meðstjórnandi

Sigurður

Haukdal

Meðstjórnandi

Fríða

Bragadóttir

Framkvæmdastjóri

Ingi Hans Ágústsson

Varamaður

Skráning í Diabetes Ísland

Með skráningu í Díabetes Ísland styrkir þú starfsemi félagsins, skrifstofu og fræðslustarfsemi.

Almennt félagsgjald er kr.3000 á ári, en kr.1500 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

New Paragraph

„Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að styrkja okkur og fá nafn sitt og lógó hér inn á síðuna, hafðu þá samband í netfangið diabetes@diabetes.is

Share by: