Fræðslumynd um sykursýki
Páll Kristinn Pálsson kvikmyndagerðarmaður hefur nú lokið við gerð fræðslumyndar um sykursýki sem verður sýnd á RÚV þann 10. nóvember kl. 20:55. Myndin verður svo endursýnd á alþjóðadag sykursjúkra laugardaginn 14. nóvember.
Sjá hér fyrir neðan dagsrákynningu:
20:55 Sykursýki – Sjúkdómur 21. aldar? 888
Sykursýki breiðist hratt út í heiminum og læknar hafa miklar áhyggjur af þróuninni næstu áratugina. Á Íslandi eru rúmlega 9000 manns með sykursýki – margir án þess að vita það – og tíðni tilfella eykst hér líkt og annars staðar. Í þættinum er rætt við lækna og hjúkrunarfólk og fólk sem er með sykursýki segir frá glímu sinni við sjúkdóminn. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Við hvetjum alla til að horfa á myndina í sjónvarpinu og kynna hana meðal vina og vandamanna.
The post Fræðslumynd um sykursýki appeared first on diabetes.